Amerískir dagar í Reykjavik, 15.-25.nóvember 2012

Dagana 15. – 25. nóvember 2012  stendur Amerísk-íslenska viðskiptaráðið  (AMIS)  fyrir Amerískum  dögum á Islandi. Markmið daganna er að beina athygli að Norður –Ameríku;  gæðavörum og þjónustu sem þaðan kemur. Bandarísk framleiðsla og þjónusta er í senn þekkt og mikils metin á Íslandi og því þykir Amerísk - íslenska viðskiptaráðinu full ástæða til að efna til sérstakrar dagskrár af þessu tagi.  Markmiðið með Amerískum dögum er að kynna framleiðslu og þjónustu Norður amerískra fyrirtækja og að sjálfsögu og sérstaklega þau fyrirtæki á Íslandi sem eru fulltrúar og umboðsmenn amerískrar framleiðslu  hér á landi. Eins er mikilvægt að ferðaþjónustufyrirtæki minni á sig í tengslum við dagana og veki athygli á þeim ferðum og flugum sem í boði eru.

Blað verður  gefið verður út í  tengslum við dagana. Því verður dreift til allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu.  Hægt verður að fá umfjöllun og auglýsingu, setja inn  merki / vörumerki  fyrirtækisins.Nánari upplýsingar hjá kristin@chamber.is