Ráðgjafar Trump á AMÍS hádegisverðarfundi 6. nóv

Skráning fer fram hér

Ráðgjafar Trump á AMÍS hádegisverðarfundi 6. nóv.

Washington eftir tíu mánaða valdatíð Trump

Donald Trump hefur setið á forsetastóli í tæpa tíu mánuði en forsetatíð hans hefur einkennst af óróa og miklum átökum. Við heyrum reglulega fréttir af erfiðleikum forsetans, togstreitu innan starfsliðs hans, sem og á milli hans og flokksmanna í Repúblíkanaflokknum.

  • Hvernig horfir ástandið við þeim sem studdu hann til valda?
  • Hvernig mun forsetinn vinna úr stöðunni í aðdraganda þingkosninga?
  • Hvernig mun forsetinn standa við stóru orðin t.d. í efnahagsmálum?
  • Hvernig vill forsetinn að valdatíðar sinnar verði minnst?

Ráðgjafar Sonoran Policy Group í Washington D.C. hafa unnið náið með forsetanum og stjórn hans í aðdraganda kosninga og eftir. 

Robert Stryk, forstjóri Sonoran Policy Group hefur yfir 20 ára reynslu af störfum fyrir stjórnmálamenn úr röðum Repúblíkana, stórfyrirtæki og erlend ríki.

Jacob Daniels, framkvæmdastjóri Sonoran Policy Group hefur, þrátt fyrir ungan aldur, ótrúlega reynslu sem kjörinn fulltrúi Repúblíkana og kosningastjóri Trump í tíu ríkjum Bandaríkjanna þar með talið í Michigan, en sigurinn þar var lykilþáttur í kosningum forsetans.

 
 

Árni Páll Árnason, ráðgjafi og fyrrverandi ráðherra er fundarstjóri.

Hvenær:
Mánudaginn 6.nóv., kl. 11:45-13:00

Hvar:
Hilton Reykjavík Nordica, Vox Club 

Verð:
2.950 kr. greiðist við innganginn.

Hádegisverður er súpa dagsins, kaffi & te. Vinsamlega veitið því athygli að skráning er bindandi og Hilton Nordica áskilur sér fullan rétt til þess að innheimta gjald fyrir þá sem skráðir eru en forfallast.

Skráning fer fram hér.