Ný stjórn kjörin á aðalfundi AMIS

Aðalfundur AMIS var haldinn í gær mánudaginn 15. maí á Icelandair hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var gestur fundarins og bauð hann upp á gott samtal um þau tækifæri sem eru að myndast í viðskiptum yfir Atlantshafið. Einnig fór hann yfir þá stefnumótunarvinnu sem er hafin í ráðuneytinu og lýsti þeim áherslum sem lagt er upp með.

Ný stjórn var einnig kjörin. 

Stjórn AMIS 2017-18 skipa:

Birkir Hólm Guðnason, Icelandair, Formaður
Gylfi Sigfússon, Eimskip, varaformaður
Ari Fenger 1912
Halla Tómasdóttir
Margrét Sanders, Strategía
Pétur Þ. Óskarsson, Icelandair Group
Sigsteinn P. Grétarsson, Arctic Green Energy Corp.
Steinn Logi Björnsson, Blue Bird 

Myndir frá fundinum eru komnar inn á Facebook síðu AMIS:

https://www.facebook.com/AMISvidskiptaradid/

 

MYND:

Á myndinni er hluti af nýkjörinni stjórn AMIS ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og gesti fundarins.
Á myndina vantar Höllu Tómasdóttur nýkjörinn stjórnarmann ráðsins.