Kynning á Costco fyrir meðlimi AMIS - fimmtudaginn 9. febrúar

AMIS
- Sjá auglýsingu hér >>

Costco kemur

Hvers mega íslenskir neytendur vænta?

Bandaríski heildsölurisinn Costco opnar verslun í Garðabæ á næstu vikum og þykir ljóst að innkoma þeirra á íslenskan markað muni hafa mikil áhrif . Stjórnendur Costco munu kynna fyrirtækið og áætlanir þeirra á Íslandi fyrir meðlimum AMÍS fimmtudaginn 9. febrúar, kl. 09:00-10:30 á Hilton Nordica Vox Club.

Stjórnendur:

Sue Knowles Marketing / Admin Director, Costco Wholesale UK Limited
Peter Kelly Regional Operations Director
Brett Vigelskas General Manager.


Meðal umræðuefna:
• Hvað réði staðarvali?
• Mannaflaþörf
• Áskoranir sem þau hafa tekist á við hér á landi
• Hvers mega neytendur og samkeppnisaðilar vænta?

Um Costco:
• Stofnað í Seattle árið 1983
• 723 vöruhús um allan heim
• 174.000 starfsmenn
• 85 milljónir meðlima, en skilyrði þess að versla við Costco er félagsaðild.
• Verslun Costco á Íslandi er sú fyrsta sem opnuð er á Norðurlöndunum.

Að loknum kynningum verður boðið upp á samræður og fyrirspurnir úr sal. Fundurinn er eingöngu fyrir félaga AMIS.

Fundamál: Enska.

Aðgangseyrir: 0 kr en skráning nauðsynleg.

Skráning hér