Ríkisstjórn TRUMP: Stefnan og fólkið á bakvið forsetann

Fimmtudagur 26. janúar kl. 8.30-10.00

 

Ríkisstjórn TRUMP: Stefnan og fólkið á bakvið forsetann

 

AMIS býður til fundar sem bindur lokahnútinn á fundaröð í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Við rýnum í viðfangsefni Donald Trump, stefnu hans og starfsteymið á bakvið forsetann.

Þátttakendur eru:

Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Silja Bára kennir m.a. bandarísk stjórnmál og hefur skýrt frá þeim í fjölmiðlum frá því hún flutti heim til Íslands eftir rúmlega áratugar búsetu í Bandaríkjunum.

Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla hjá RÚV og einn helsti fréttaskýrandi landsins er kemur að bandarískum stjórnmálum og nýliðnum forsetakosningum.

Fundarstjórn er í höndum Friðjóns Friðjónssonar, framkvæmdastjóri KOM. Friðjón er áhugamaður um kosningar og bandarísk stjórnmál en hann bjó á Washington DC svæðinu frá 2007-2010. 

Hvenær: Fimmtudaginn 26. janúar kl. 8.30-10.00
Hvar: Borgartúni 35, 105 Rvk
Fundarmál: Íslenska / enska ef þörf er á

Athugið að ókeypis er inn á fundinn en gestir eru beðnir um að skrá sig hér >>