Forsetakosningarnar í USA: Hillary vs. Trump - Skráning


Hvar:
Hilton Reykjavík Nordica, Vox Club  (Gamla Pizza Hut húsnæðið), Suðurlandsbraut 2, 108 Rvk.
Hvenær: Miðvikudaginn 24. ágúst kl 12.00 - 13.00
Verð: AMIS félagar 2.900 kr. / Gestir 3.900 kr. 

Fundarmál: Íslenska / enska ef þörf

Nú styttist í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þann 8. nóvember n.k.
Af því tilefni býður AMÍS til fundar um stöðuna.

  • Hvað er að gerast í kosningabaráttunni vestra?
  • Hver er staðan á landsvísu og í lykilfylkjum?
  • Getur forsetaframbjóðandi kallað andstæðing sinn djöfulinn?
  • Er tölvupóstmáli Hillary lokið?
  • Getur þriðji frambjóðandinn haft áhrif á kosningabaráttuna?
  • Eru Hillary og Trump óvinsælustu frambjóðendur sögunnar?

 

Þessum og fleiri spurningum munu stjórnmálafræðingarnir Silja Bára Ómarsdóttir og Stefanía Óskarsdóttir leitast við að svara á opnum fundi AMÍS. Fundarstjóri er Sigríður Andersen alþingismaður og stjórnarmanneskja í AMIS.

Allir velkomnir 

Skráning nauðsynleg - smelltu hér.