Nokkur sæti laus til Boston 8.-11.maí 2016

Skráning stendur yfir !

Boston 8.-11.maí 2016

Dagskrá ferðarinnar er nú nánast fullmótuð. Skráning stendur yfir og félagar eru hvattir til að tryggja sér sæti hið fyrsta.
Í ferðinni er áhersla á heimsóknir í fyrirtæki og áhugaverða fundi.
Með í för verða m.a. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands og Robert C.Barber sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.  

Hver og einn bókar flug/hótel (sjá neðar)

Smelltu hér til að sjá auglýsinguna í fullri stærð.

 

Þátttökugjald kr. 55.000 fyrir dagskrá í heild.
Bankaupplýsingar og skráning: SMELLTU HÉR  

Nánari upplýsingar hjá hb@chamber.is

 

FLUG

Við höfum tekið frá sæti í flugi  með Icelandair til Boston.  Opið er fyrir bókanir á sérstökum kjörum til 14.febrúar.
Farið er inn á vefslóðina www.icelandair.is/hopar og slegið inn númer hópsins 3540. Þar er hægt að ganga frá greiðslu ferðar með kortum og gjafabréfum.

Hótel

Við höfum samið við   "The Colonnade Hotel" í Boston.Hver og einn getur pantað fyrir sig og sína  en verð er  USD 229.- per nótt.
Bóka hótelherbergi hér