Baltasar Kormákur á fundi ráðsins; að færa bandariska kvikmyndagerð til Íslands

Á fjölsóttum fundi á Kex hosteli með Baltasar Kormáki ræddi hann fjár­mögn­un stórra bíó­mynda, mögu­leika Íslend­inga í alþjóðleg­um kvik­mynda­heimi og þau miklu áhrif sem auk­in tengsl við banda­ríska kvik­myndaiðnaðinn geta haft á Íslandi.

"Minn draum­ur var að búa til ís­lenskt fyr­ir­tæki sem gæti starfað á alþjóðavett­vangi og skilað hagnaði,“ sagði Baltas­ar. „Nú virðist sá draum­ur vera í sjón­máli. Að hægt sé að færa banda­ríska kvik­mynda­gerð til Íslands,“ sagði hann og vísaði til stór­mynd­ar­inn­ar The Vik­ing sem er næst á dag­skrá leik­stjór­ans.