9. október- hádegisverðarfundur um TTIP

Á degi Leifs heppna, 9. október, boðar AMÍS til hádegisverðarfundar um TTIP. Ræðumaður verður Tim Bennet framkvæmdastjóri Trans-Atlantic Business Counsil (TABC), hagsmunasamtaka alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum og Evrópu. Tim starfaði áður m.a. sem samningamaður í ýmsum viðskiptaviðræðum fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann hefur fylgst náið með TTIP og þekkir þess utan starfsemi bandaríska þingsins þegar kemur að fríverslunarsamningum við erlend ríki, einkum þær áskoranir sem bandarískir þingmenn standa frammi fyrir í þeim efnum.
Takið frá hádegið á degi Leifs heppna, 9. október – nánari dagskrá auglýst síðar.

 

TTIP- Viðræður USA og ESB um fríverslunar- og fjárfestingasamning

Viðræður Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um fríverslunar- og fjárfestingarsamning, svokallaðan TTIP samning (Transatlantic Trade and Investment Partnership) hafa staðið yfir í rúmt ár. EFTA ríkin, Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein, eiga ekki aðild að viðræðunum. Hins vegar er ljóst að hagsmunir EFTA ríkjanna af slíkum samningi eru miklir, ekki síst Íslands sem hefur í áratugi átt í viðskiptum við Bandaríkin í hlutfallslega meira mæli en flest lönd Evrópu en hefur að nokkru leyti tapað viðskiptatækifærum við Bandaríkin eftir inngöngu í EES.
AMÍS hefur því fylgst með gangi viðræðnanna. 

Í júní síðastliðnum bauð bandaríska samninganefndin fulltrúum EFTA ríkjanna, stjórnvöldum og atvinnulífi, til fundar um TTIP viðræðurnar. Þar gafst tækifæri til þess að heyra frá fyrstu hendi hver staða viðræðnanna er og hverjar séu helstu áskoranir. Um leið gafst atvinnulífi kostur á að koma á framfæri afstöðu sinni til mögulegs fríverslunarsamnings. Auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu sótti AMÍS þennan fund ásamt Samtökum atvinnulífsins og Samtökum verslunar og þjónustu. Á fundinum kom fram að landbúnaðarmál, reglur um opinber útboð og höfundarréttur væru meðal mála sem helst gæti steytt á en það kom hins vegar samningamönnunum ekki á óvart. Þar á bæ eru menn bjartsýnir á að geta lagt fyrir bandaríska þingið drög að samningi á árinu 2016.


Í tilefni af þessum fundi með fulltrúum bandarísku viðskiptasendinefndarinnar og samninganefndarinnar hittustu fulltrúar atvinnulífs í EFTA ríkjunum ásamt Viðskiptaráði Bandaríkjanna í Washington DC. Ljóst er að atvinnulífssamtök í EFTA ríkjunum er samstíga í jákvæðri afstöðu sinni til fríverslunarviðræðnanna í heild. Það er þó jafnframt ljóst að þegar kemur að einstökum þáttum viðræðnanna er hætt við að tilteknir sérhagsmunir hafi áhrif á afstöðu sumra. Á næstu misserum munu atvinnulífssamtök í EFTA ríkjunum kanna gang viðræðnanna frá sjónarhóli ESB með það að markmiði að hvetja sambandið til dáða. AMÍS mun áfram fylgjast með og beita sér í þágu fríverslunar milli heimsálfanna.


Á degi Leifs heppna, 9. október, boðar AMÍS til hádegisverðarfundar um TTIP. Ræðumaður verður Tim Bennet framkvæmdastjóri Trans-Atlantic Business Counsil (TABC), hagsmunasamtaka alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum og Evrópu. Tim starfaði áður m.a. sem samningamaður í ýmsum viðskiptaviðræðum fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann hefur fylgst náið með TTIP og þekkir þess utan starfsemi bandaríska þingsins þegar kemur að fríverslunarsamningum við erlend ríki, einkum þær áskoranir sem bandarískir þingmenn standa frammi fyrir í þeim efnum.
Takið frá hádegið á degi Leifs heppna, 9. október – nánari dagskrá auglýst síðar.