Hva­ viltu bor­a? Vi­skiptin og hollustan-reynsla Whole Foods

Þriðjudaginn 17. september stendur Amerísk- íslenska viðskiptaráðið ( AMIS)  fyrir morgunverðarfundi á Radisson Blu Hótel Sögu um lífræna matvælaframleiðslu og möguleg tækifæri hér á landi á þvi sviði. 

Sérstakir gestir fundarins eru þau Julia Obici einn af yfirmönnum Whole Foods Market  í Bandaríkjunum og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og  landbúnaðarráðherra, sem ávarpar fundinn.

Arndís Thorarensen frá Lifandi markaði.  Arndís mun fjalla um rekstur fyrirtækis á Islandi sem sérhæfir sig í lífrænum vörum

John Blair Gordon fer yfir þróun viðskipta með matvæli milli Íslands og Bandaríkjanna en hann hefur  áralanga reynslu af sölu á íslenskum landbúnaðarafurðum vestan hafs.

Tími: 17. sept.  kl 8.30-10.00
Staðsetning: Radisson Blu - Hótel Saga
Verð: kr  2900.-

Fundarstjóri: Steinn Logi Björnsson

Skráning hér