Sendinefnd frá Alaska - morgunverðarfundur 15. maí

Í maí hefur Icelandair áætlunarflug á milli Anchorage, höfuðborgar Alaska, og Keflavíkur. Af því tilefni mun koma til landsins sendinefnd frá Alaska til að kynna sér möguleg viðskiptatækifæri milli Íslands og Alaska. Í sendinefndinni er m.a. borgarstjóri Anchorage og formaður Viðskiptaráðs borgarinnar ásamt fleiri góðum gestum. Nánar um sendinefndina

Í tengslum við þessa heimsókn efna Íslandsstofa og AMIS  til morgunverðarfundar þar sem viðskipatækifæri verða rædd og fluttar stuttar kynningar á mögulegu samstarfi

Hvenær: miðvikudaginn 15. maí kl. 8:30-10:00
Hvar:   Íslandsstofu Sundagörðum 2, 7. hæð.

Skráning hér (:  islandsstofa@islandsstofa.is )