Í fótspor Leifs Eiríkssonar

Í fótspor Leifs Eiríkssonar- landvinningar í viðskiptum

Morgunverðarfundur 9. október á degi Leifs Eiríkssonar

 

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið býður þér til morgunverðarfundar þann 9. Október næstkomandi. Á fundinum munu áhugaverðir fyrirlesarar fara yfir stöðuna í samskiptum og viðskiptum þjóðanna sem hafa um áratugaskeið verið afar mikilvæg fyrir Ísland. Tækifærin eru margvísleg og á fundinum munum við heyra sýn ólíkra forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana sem hafa reynslu af viðskiptum vestur um haf.

 

Hilton Nordica, 9. október 2012 á degi Leifs Eiríkssonar, klukkan 8.15-10.00.

Verð kr . 3900 kr.,- en kr 2900 kr. fyrir félaga ráðsins – ekta amerískur morgunverður í boði

Fundastjóri verður Jón Kaldal, ritstjóri Iceland Review

 

Dagskrá

 

Formaður AMIS , Birkir Hólm Guðnason, opnar fundinn

Sendiherra Bandaríkjanna, Louis Arreaga flytur stutta tölu

 

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavik og fyrrum starfsmaður NASA

 

Innlegg og umræður

 

Úttón, Sigtryggur Baldursson

True North, Helga Margrét Reykdal

CCP, Dr. Eyjólfur Guðmundsson

Marel, Sigsteinn P. Grétarsson

Icelandair, Helgi Már Björgvinsson

 

Skráning fer fram á: http://www.vi.is/eydublod/amis/