Fundur á morgun kl 12.00 með sérfræðingi frá Bandaríkjunum í tengslum við viðskiptahindranir/ merkin

Með stuttum fyrirvara tókst okkur að fá Mary Ellen Smith , sem vinnur fyrir bandarísk stjórnvöld  að því verkefni að fylgjast með  því að útflutningur frá Bandaríkjunum til annara landa gangi snurðulaust fyrir sig og án allra hindranna.  Við báðum hana að koma á fund með fyrirtækjum, félögum ráðsins, til að hún gæti heyrt  beint frá þeim hvaða vandamál það eru sem fyrirtækin eru að kljást við  svo sem  merkingar, aukaefni erfðabreytt matvæli,  magnmælingar ofl við innflutning.

Fyrirgefið hvað fyrirvarinn er stuttur en fundurinn verður haldinn á morgun  föstudag 31. ágúst  kl 12.00  í Húsi verslunar 7. hæð.

Mary Ellen mun ræða hér við ráðuneyti og stofnanir sem fara með þessi mál , en yfirgefur landið síðdegis á föstudaginn