Fyrrum aðstoðarmaður Colin Powell á fundi ráðsins

Dereck Hogan, sviðstjóri skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu mun tala á samlokufundi AMIS föstudaginn 7. september
kl 12.00-13.00 í Húsi verslunar, 7. hæð.

Dereck Hogan mun ræða um samskipti milli landanna, ræða breytingar í utanríkismálum Bandaríkjanna eftir 11. september og fleira. Hann hefur starfað í Afganistan, Rússlandi, Hvíta Rússlandi, Nigaragúa og Dóminíska lýðveldinu. 
Á árunum 2003-2004 starfaði Hogan sem sérstakur aðstoðarmaður þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell. 

Vinsamlegast skráið þátttöku sem fyrst hjá kristin@chamber.is