Brú milli Norðurlanda og Bandaríkjanna

Fyrirtækjaheimsókn AMIS

Um leið og við óskum ykkur velfarnaðar á nýju viljum við þakka gott samstarf á viðburðarríku fyrsta starfsári AMIS. Til að hefja árið af krafti langar okkur að bjóða ykkur í fyrirtækjaheimsókn og móttöku hjá Eimskip til að kynnast framkvæmdastjórum systursamtaka okkar á hinum Norðurlöndunum.

Tengsl eru afar verðmæt og er því nauðsynlegt fyrir okkur að hittast af og til. Þann 14.  janúar nk. býður AMIS öllum félögum til mótttöku í tilefni af komu framkvæmdastjórannna. Þeirra tengslanet er okkur mjög mikilvægt og er opið öllum félögum AMIS.

Hvar: Eimskip , höfuðstöðvar Sundakletti, Korngörðum 2 í Sundahöfn
Hvenær: mánudaginn 14. Janúar nk. klukkan 17.00- 18.30

Dagskrá:

·        Hr. Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ávarpar gesti fundarins
·        Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips og varaformaður AMIS: EIMSKIP connecting  the US to the North Atlantic
·        Jason  Turflinger, frá Amerísk-norska viðskiptaráðinu: The AmCham Nordic Family: uniquely adding membership value
Á eftir verður spjallað, tengsl styrkt og  tækifæri rædd - léttar veitingar bornar fram.  Skráning hjá kristin@chamber.is