Aðalfundur 15. maí - Guðlaugur Þór utanríkisráðherra gestur fundarins

Skráning er hafin - Smelltu hér. 

 

Aðalfundur mánudaginn 15. maí 

Stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins boðar til aðalfundar félagsins mánudaginn 15. maí 2017 kl. 11:30.   Staðsetning auglýst síðar. 
Dagskrá fundarins verður í samræmi við 12. gr. samþykkta félagsins, sem hér segir:

 1.       Skýrsla stjórnar
2.       
Ársreikningar
3.       Kosning formanns
4.       Kosning stjórnarmanna
5.       Kosning endurskoðanda
6.       Kynning á fjárhagsáætlun næsta rekstrarárs og ákvörðun árgjalda
7.       Breytingar á samþykktum
8.       Önnur mál

Í stjórn félagsins sitja formaður og 7 stjórnarmenn sem kosnir skulu af aðalfundi til tveggja ára í senn á þann hátt að formaður og 3 stjórnarmenn skulu kjörnir annað árið en 4 stjórnarmenn hitt árið.

Núverandi stjórn AMIS skipa:

BIRKIR HÓLM GUÐNASON, ICELANDAIR, FORMAÐUR
GYLFI SIGFÚSSON, EIMSKIP, VARAFORMAÐUR
ARI FENGER, 1912
MARGRÉT SANDERS, STRATEGÍA
PÉTUR Þ. ÓSKARSSON, ICELANDAIR GROUP
SIGSTEINN P. GRÉTARSSON, ARCTIC GREEN ENERGY CORP. 
SIGRÍÐUR Á. ANDERSEN
STEINN LOGI BJÖRNSSON, BLUE BIRD

 

Stjórnarmenn endurkjörnir á aðalfundi 2016 til tveggja ára í samræmi við 13. gr. Samþykkta félagsins.

BIRKIR HÓLM GUÐNASON, ICELANDAIR, FORMAÐUR
GYLFI SIGFÚSSON, EIMSKIP,
SIGSTEINN P. GRÉTARSSON, ARCTIC GREEN ENERGY CORP.
STEINN LOGI BJÖRNSSON, BLUE BIRD


Eftirfarandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á aðalfundi 2017:

ARI FENGER, 1912
MARGRÉT SANDERS, STRATEGÍA
PÉTUR Þ. ÓSKARSSON, ICELANDAIR GROUP

Úr stjórn gengur Sigríður Á. Andersen.

Vakin er athygli á því að samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins skulu félagar sem hyggjast bjóða sig fram til stjórnarsetu í ráðinu tilkynna formanni eða framkvæmdastjóra það a.m.k. 2 vikum fyrir auglýstan aðalfund.

Stjórnin. 

Skráning er hafin - Smelltu hér.