Velheppnaður fundur með Guðmundi í Google Assistant

Í gærmorgun fór fram morgunverðarfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins og Samtaka atvinnulífsins með Guðmundi Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant. Guðmundur lýsti því nýsköpunarumhverfi sem hann býr við hjá Google í Kísildalnum í Kaliforníu og bar saman við Ísland. Hann rýndi jafnframt í áskoranir Íslands gagnvart þeirri tæknibyltingu sem stendur yfir á sviði raddstýringar alls kyns tækja og tóla.

Guðmundur talaði um það sem hann kallaði "Kísildalstékklistann", en hann inniheldur atriði sem Guðmundur telur mikilvæg til að byggja upp umhverfi sem styður við nýsköpun og framfarir.

  • Topp menntakerfi
  • Nálægð og samfélag (tók Stanford og svæðið umhverfis skólann sem gott dæmi)
  • Frelsi til nýsköpunar
  • Þroskað og stöðugt lagaumhverfi
  • Tilgangur

Myndir frá fundinum eru aðgengilegar á Facebook-síðu AMÍS >>