AMIS félögum boðið á La La Land (uppselt - skráning á biðlista)

AMÍS býður í bíó 18. janúar

La La Land 

Sambíóin bjóða félögum í Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu í bíó miðvikudaginn 18. janúar á hina margverðlaunuðu mynd La La Land. 

Hvenær: Miðvikudag 18. janúar kl. 22.00
Hvar: Egilshöll - Salur 1
Aðgöngumiðar: Hámark 4 miðar á mann eða 10 á fyrirtæki
Fyrirkomulag: Gestalisti verður við innganginn og miðar afhentir í samræmi við skráningu. Gestir eru vinsamlega beðnir um að mæta eigi síðar en kl. 21.45.

Um myndina

La La Land sló met á Golden Globe verðlaununum í ár þegar hún hlaut verðlaun í öllun flokkunum sem hún var tilnefnd í, alls 7 talsins.

Þau Mia og Sebastian eru bæði komin til Los Angeles til að láta drauma sína rætast, hún sem leikkona og hann sem píanóleikari. Þau hittast fyrir tilviljun þegar þau eru bæði í ströggli en fljótlega eftir það byrjar samband þeirra að þróast upp í einlægan vinskap og ást sem á eftir að breyta öllu.

Með helstu hlutverk fara Ryan GoslingEmma StoneJ.K. Simmons

 
Vinsamlega athugið að uppselt er á sýninguna en tekið er á móti skráningum á biðlista.