Fulbright ţakkagjörđarhátíđ ţann 19. nóv

Þakkargjörðarhátíð verður haldin laugardaginn 19. nóvember n.k. í sal Kvenfélagasambands Íslands að Túngötu 14 í Reykjavík. Húsið verður opnað kl. 18. Boðið verður upp á fordrykk og að smakka Whiskey. Heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins er sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Hr. Robert Cushman Barber. Brian Beckmann, upplýsinga- og menningarmálastjóri sendiráðsins verður veislustjóri.

Miðar eru seldir á midi.is og verðið er 6.400,-kr.  og við hvetjum ykkur til að tryggja ykkur miða fyrir þann tíma, en uppselt varð á viðburðinn í fyrra. Innifalið er fordrykkur, einn happdrættismiði, frábær skemmtiatriði og góður félagsskapur.

Að venju verða happdrættismiðar til sölu en á meðal vinninga er flugferð með Icelandair til Bandaríkjanna, gjafabréf frá Hótel Rangá, SS, 66°N, Bláa Lóninu,Mjólkursamsölunni, Ölgerðinni og Rekstrarvörum, auk upplifunarvinninga í boði stjórnarmeðlima FFSÍ, sem verða að fá að koma á óvart J. 

Allur ágóði þakkargjörðarhátíðarinnar rennur til styrktar íslenskum námsmönnum til dvalar í Bandaríkjunum á vegum Fulbright stofunarinnar sem er samstarfsaðili FFSÍ í hátíðinni. Árið 2014 styrkti FFSÍ í fyrsta skipti námsmann til hálfs á við Fulbright stofunina.  

Ítarleg dagskrá:

 

Hefðbundin bandarísk þakkargjörð
að hætti Félags Fulbright styrkþega á Íslandi (FFSÍ) 

Gefum til baka!
Laugardaginn 19.nóv. kl.18.00

í sal Kvenfélagassambands Íslands að Túngötu 14, Reykjavík. 

Allur ágóði rennur til Fulbrightstyrkja fyrir íslenska námsmenn í Bandaríkjunum

Innifalið í miðaverði:

Fordrykkur og viskísmökkun
3ja rétta hefðbundin þakkargjörðarveisla með öllu.
Einn happadrættismiði í glæsilegu happdrætti FFSÍ

Meðal vinninga eru:

- Gjafabréf frá Icelandair 
- Gjafabréf frá Hótel Rangá, gisting matur og morgunmatur.
- Gjafabréf frá 66°N að verðmæti  10 þúsund krónur.
- Gjafapokar frá Ölgerðinni með alls konar varningi.
- Gjafabréf frá SS að verðmæti  15 þúsund krónur.
- Gjafabréf frá Bláa Lóninu.
- Tvö gjafabréf frá MS
- Gjafabréf frá Rekstrarvörum

Happdrættismiðar verða einnig til sölu á staðnum sem hluti af fjáröfluninni

Allir velkomnir!

Ræðumaður kvöldsins:

Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

FFSI heldur þakkargjörðarhátíðina í samstarfi við Fulbright stofnunina.

* Þar sem drykkir eru ekki seldir á staðnum, er gestum boðið hafa veigar og drykki meðferðis.

Ekki missa af frábærum mat, happadrætti og skemmtun. Fólk tekur með sér drykkjarföng.

Nú er um að gera að drífa í því að tryggja sér miða!


Miðasala á midi.is: https://midi.is/atburdir/1/9833/Bandarisk_takkargjord