Myndir frá kosningafundi

AMÍS, Alþjóðamálastofnun HÍ og LOGOS stóðu að opnum fundi um úrslit forsetakosninganna miðvikudaginn 9. nóvember sl. Þátttakendur í dagskrá voru Friðjón Friðjónsson, framkvæmdastjóri KOM, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Sigríður Á. Andersen, alþingismaður.

Góð mæting var á fundinn og líflegar umræður fóru fram í kjölfar nokkuð óvænts sigurs Donald Trump aðfaranótt miðvikudagsins. Silja Bára og Friðjón veltu fyrir sér ástæðum þess að Hillary Clinton, sem fyrirfram var talin sigurstrangleg, hafi ekki farið með sigur af hólmi.

Myndaalbúm á Facebook