Stjórnmál og alþjóðaviðskipti frá sjónarhorni Repúblikana og Demókrata

Stjórnmál og alþjóðaviðskipti frá sjónarhorni Repúblikana og Demókrata

AMIS í samstarfi við bandaríska sendiráðið býður til opins fundar um kosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálaráðgjafarnir Scott Klug ogLawrence LaRocco fjalla um kosningabaráttuna frá sjónarhornum Repúblikana og Demókrata. 

AMIS - Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Stjórnmál og alþjóðaviðskipti frá sjónarhorni Repúblikana og Demókrata - mán 17. október kl 12.00-13:00

Í hnotskurn

Hvar: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Rvk.
Hvenær: Mánudaginn 17. október kl. 12:00 - 13:00
Verð: AMIS félagar o kr. 
Fundarmál: Enska ef þörf

Fundarstjóri: Pétur Óskarsson, stjórnarmaður í AMIS og framkvæmdastjóri samskiptasviðs Icelandair Group.
Framsögumenn: Scott Klug og Lawrence LaRocco

Skráning - Smelltu hér

**

Scott Klug er almannatengslastjóri lögfræðistofunnar Foley & Lardner LLP. Hann sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir hönd Wisconsin sem þingmaður Repúblikana í átta ár.  Hann er sérfróður um þróun samskiptaáætlanna, kosningaferlið í Bandaríkjunum, vandaða stjórnarhætti, orkustefnu og heilbrigðisþjónustu.  Klug er í nánum tengslum við lykilfólk í bandarískri stjórnsýslu sem og við leiðtoga fulltrúa- og öldungadeildar þingsins.  Nánar um Scott Klug: http://www.foley.com/scott-l-klug/

Larry LaRocco er aðalstjórnandi LaRocco & Associates, Inc., sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í almannatengslum og samskiptum við stjórnvöld.  LaRocco sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Idaho sem þingmaður Demókrata í tvö kjörtímabil, og var nefndarmaður í banka- og innanríkisnefndum fulltrúadeildarinnar. Eftir að þingferlinum lauk starfaði hann sem framkvæmdastjóri Samtaka bandarískra bankastjórnenda. Nánar um Larry LaRocco: http://www.politico.com/arena/bio/larry_larocco.html