Hið árlega steikarkvöld AMIS verður 10. september - Skráning

AMIS býður félögum sínum að taka þátt í árlegu New York kvöldi laugardaginn 10. september.

Sem fyrr verður boðið upp á einstaka upplifun í mat og drykk, auk þéttskipaðrar skemmtidagskrá þar sem atvinnumenn stíga á stokk og skemmta veislugestum.  Páll Óskar mætir ásamt föruneyti sínu, Ari Eldjárn skemmtir, Logi Bergmann stýrir veislunni auk þess sem leynigestur mætir á svæðið.

Hægt verður að kaupa 10 eða 12 manna borð og er þetta kjörið tækifæri til að bjóða viðskiptavinum og samstarfsfólki upp á alvöru ameríska stemningu í mat og drykk.

Verð pr mann kr. 17.900

Borðapöntun er hafin - tryggðu þér miða hér, í fyrra komust færri að en vildu….

Skráning - SMELLTU HÉR