Öryggi, eftirlit og varnarmál rædd í kjölfar aðalfundar - myndir

 

Á aðalfundi AMIS í gær lagði stjórn ráðsins til tvær breytingar á samþykktum félagsins. Annars vegar breytingu á 14. gr. í þá veru að formanni ráðsins verði fengin heimild til þess að taka ákvarðanir sem binda félagið á samstarfsvettvangi millilandaráða og Viðskiptaráðs Íslands. Hins vegar breytingu á 17. gr. samþykkta ráðsins sem lýtur að reikningssári félagsins.

Nýr málsliður bætist þannig við 14. gr.

Formaður félagsins kemur fram fyrir hönd félagsins í samstarfi millilandaráða á vettvangi Viðskiptaráðs Íslands. Atbeina stjórnar þarf ekki til ákvarðana formanns á þeim vettvangi.

17. gr. orðist eftirleiðis þannig:

Reikningsár félagsins er frá 1. apríl til 31. mars ár hvert.

Gylfi Sigfússon, Sigsteinn Grétarsson og Steinn Logi Björnsson voru endurkjörnir stjórnarmenn og formaður félagsins, Birkir Hólm Guðnason, var endurkjörinn.

Sjá myndir á Facebook - smelltu hér.