Öryggi, eftirlit og varnarmál: Þróun á Norðurslóðum og staða Íslands í breyttum heimi

Efni: Fundur um öryggi, eftirlit og varnarmál: Þróun á Norðuslóðum og staða Íslands. 
Hvenær: Mánudaginn 23. maí / kl 12.00-13.00
Hvar: Grand hótel, Hvammur
Verð: 2.900 kr.
Tungumál: íslenska

 

AMIS býður til hádegisfundar með Birni Bjarnasyni fyrrverandi ráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands og forsetaframbjóðenda. Pétur Þ. Óskarsson, Framkvæmdastjóri samskiptasviðs Icelandair Group, stýrir fundinum.

Sér skráning er fyrir þennan fund - smelltu hér.
Skráning á aðalfundinn - 
smelltu hér.

**

Mánudaginn 23. maí býður AMÍS til hádegisverðarfundar á Grand hóteli Reykjavík þar sem málefni norðurslóða verða skoðuð út frá ólíkumsjónarmiðum.

Til að ræða þróunina og stöðu Íslands með tiliiti til öryggis, eftirlits og varnarmála höfum við fengið þá Björn Bjarnason og Guðna Th. Jóhannesson til að rýna í söguna en um leið að kortleggja stöðuna og ræða mögulega þróun á næstu árum.

Björn Bjarnason, fyrrv. ráðherra, mun ræða þróun öryggismála frá því að varnarliðið hvarf úr landi, stöðuna eins og hún er um þessar mundir og líklega framvindu samskipta Bandaríkjamanna og Íslendinga í varnarmálum.

Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, fjallar um öryggis- og varnarmál Íslands frá upphafi kalda stríðsins til 2006. 

Dagskrá:

11.30-12.00 Aðalfundur
12.00-13.00 Fundur um öryggi, eftirlit og varnarmál: Þróun á Norðuslóðum og staða Íslands. 

**

Efni: Fundur um öryggi, eftirlit og varnarmál: Þróun á Norðuslóðum og staða Íslands. 
Hvenær: Mánudaginn 23. maí / kl 12.00-13.00
Hvar: Grand hótel, Hvammur
Verð: 2.900 kr.
Tungumál: íslenska

 

Sér skráning er fyrir þennan fund - smelltu hér.

Skráning á aðalfundinn - smelltu hér.