Nýr framkvæmdastjóri AMÍS

Hulda Bjarnadóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins (AMIS) af Kristínu S. Hjámtýsdóttur sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands. Um leið og við þökkum Kristínu innilega fyrir vel unnin störf í þágu millilandaráðanna bjóðum við Huldu velkomna til starfa.


Hulda hefur undanfarin fimm ár starfað sem framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu og áður stýrði hún Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein auk þess sem hún hefur setið í ýmsum félags- og fyrirtækjastjórnum. Hulda hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum og jafnframt hefur hún unnið við ráðgjöf og kennslu í almannatengslum og viðburðarstjórnun fyrir innlend og erlend fyrirtæki. Hulda er með BSc í viðskiptafræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.