Forsetakosningar í USA 2016 - talið niður í SuperTuesday með Nicco Mele

Forsetakosningar í USA 2016 - talið niður í SuperTuesday með Nicco Mele

AMÍS og Háskólinn í Reykjavík bjóða  til fundar um stöðuna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Okkur býðst einstakt tækifæri að hlýða á einn helsta álitsgjafa bandarískra fjölmiðla og stjórnmálaskýranda Nicco Mele.

Nicco Mele er virtur fyrirlesari og álitsgjafi í Bandaríkjunum, sprotafjárfestir og frumkvöðull . Hann er fyrrverandi kennari við Harvard Kennedy School of Government og einn af æðstu stjórnendum fjölmiðlasamsteypunnar Los Angeles Times. Hann hefur m.a. rannsakað  áhrif internetsins á samfélags- og stjórnmálaþróun í Bandaríkjunum.  Nicco er í hópi þeirra álitsgjafa sem stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna leita til á Super Tuesday (sjá nánar á www.nicco.org) þann 1. mars nk.

Nicco er á Íslandi til að tala á ráðstefnu um fjárfestingar í ferðaþjónustu, sem haldin verður í Hörpu á mánudag og þriðjudag.

Niðurstöður úr nýjustu skoðanakönnunum má sjá hér

Í hnotskurn

Hvar: Háskólanum i Reykjavík
Hvenær: Föstudaginn 26. febrúar 2016, kl 12.00-13.30
Aðgangur ókeypis; allir velkomnir
Fundarmál: Enska

Hvað er SuperTuesday?  Talað er um super tuesday þegar á annan tug fylkja Bandaríkjanna halda forkosningar á þriðjudegi. Í ár ber daginn upp á þriðjudaginn 1. mars.  Þar skýrast línur oftar en ekki um hver verði sigurstranglegastur í forkosningum.

Fundarstjóri: Margrét Sanders, Deloitte

Við þökkum LEMON stuðninginn!

Skráning hér