Fundur 1. febrúar: Forsetakosningar í USA 2016 - spennan magnast

Forsetakosningar í USA 2016 - spennan magnast

Miklar hræringar eru nú í bandarískum stjórmálum. Bernie Sanders hefur komið öllum á óvart í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokksins og barátta hans og Hilary Clinton verður mun jafnari en búist var við. Donald Trump hefur stolið sviðsljósinu hjá Repúblíkönum og stefnir ótrauður að sigri, þvert á það sem spár gerðu ráð fyrir, þó enn sé of snemmt að afskrifa Ted Cruz og aðra frambjóðendur.


AMÍS býður til fundar um stöðuna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í upphafi kosningaárs.  
 
Hvernig er staðan áður en forkosningar hefjast?

Dr. Stefanía Óskarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands

The rise of Sanders and Trump, what does that tell us about current issues in American politics?
Dr. Bradley Alfred Thayer,
prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurstöður úr nýjustu skoðanakönnunum má sjá hér

Í hnotskurn

Hvar: Hús atvinnulífsins, Borgrtúni 35, Salur  Kvika á jarðhæð.
Hvenær: Mánudaginn 1. febrúar  kl 16.30 - 18.00
Aðgangur ókeypis; allir  velkomnir
Fundarmál: enska/íslenska

Fundarstjóri: Margrét Sanders, Deloitte, þó ekki frænka Bernie

 

Skráning HÉR