AMIS-bíó- forsýning fyrir félaga 14.1 The Big Short

Félögum AMIS stendur til boða að mæta á forsýningu stórmyndarinnar  "The Big Short", fimmtudaginn 14. janúar 2016 í SAMbíó Egilshöll. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku, en miðað er við að hvert fyrirtæki fái að´hámarki verði 10 miðar. 

Smáa letrið

Hvar:
Fimmtudaginn 14. janúar

Hvenær: Mæting upp úr kl 19.00
Myndin hefst kl  19.30
Aðgöngumiðar:  Allt að 10 miðar á fyrirtæki. Skráning á hnappi hér að neðan
Fyrirkomulag: Engir miðar verða sendir til gesta heldur verða þeir afhentir við innganginn í samræmi við skráningu. 

Þökkum SAMbíó samstarfið !

SKRÁNING HÉR

 

Um myndina

The Big Short er byggð á samnefndri skáldsögu eftir blaðamanninn Michael Lewis sem skrifað hefur  m.a. töluvert um Ísland. Myndin fjallar um fjóra menn í fjármálageiranum sem spáðu fyrir um fjármálahrunið fyrir nokkrum árum og fundu ótrúlegar leiðir til að hagnast vel á meðan aðrir töpuðu peningum. Myndin hefur vakið mikla athygli og er af mörgum talin ein af bestu myndum ársins 2015 en með aðalhlutverkin fara stórleikararnir Brad Pitt, Steve Carrell, Ryan Gosling og Christian Bale en leikstjórinn heitir Adam McKay.