Íslendingar vilja gera fríverslunarsamning viđ Bandaríkin

Íslendingar vilja gera fríverslunarsamning við Bandaríkin

Framkvæmdastjórar samtaka atvinnulífs á Norðurlöndum hvetja til þess að fríverslunarviðræðum ESB og Bandaríkjanna verði lokið 2016 og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Ný könnun sýnir afgerandi stuðning við samninginn í öllum löndunum. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Meirihluti Íslendinga styður gerð samningsins en aðeins 7% er því mótfallinn.

 Í sameiginlegri grein framkvæmdastjóranna segja þeir að fríverslunarsamningurinn muni hafa jákvæð áhrif fyrir alla – bæði neytendur og fyrirtæki. Hagvöxtur muni aukast og störfum fjölga í löndunum fimm. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu þó hagnast mest og eru stjórnendur þeirra jákvæðastir í garð samningsins.

 Verði fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna að veruleika verður til eitt markaðssvæði Bandaríkjanna, Evrópu og Norðurlandanna með 850 milljóna manna heimamarkað. Framkvæmdastjórarnir telja brýnt að hraða viðræðunum.

„Við viljum tryggja hagsmuni allra við gerð samningsins og vinna að því markmiði með stjórnmálamönnum og fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Í ljósi þess að Bandaríkin og ríki við Kyrrahafið hafa nýverið gert fríverslunarsamning ( e. Trans Pacific Partner­ship; TPP) gerir það enn brýnna en áður að ESB og Bandaríkin ljúki samningaviðræðum sínum sem allra fyrst.“

 Sjá nánar á vef SA