Ari Fenger nýr í stjórn ráðsins

Á aðalfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins ( AMIS) sem haldin var fyrr í dag, var Ari Fenger kjörinn í stjórn ráðsins í stað  Jóns Hákons Magnússonar sem lést á síðasta ári.

Aðrar breytingar urðu ekki á stjórn. Birkir Hólm Guðnason , Icelandair er  formaður ráðsims og  Gylfi Sigfússon Eimskip, varaformaður. Aðrir stjórnarmenn, auk Ara, eru Sigsteinn P. Grétarsson Marel, Pétur Þ. Óskarsson Símanum, Sigríður Á. Andersen LEX, Margrét Sanders Deloitte og Steinn Logi Björnsson frá  Blue Bird.