Viðskiptaferð til New York, 29.apríl með fjármálaráðherra

 

29. apríl - 1. maí

 

Viðskiptaferð til New York með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.

Bandaríkin eru mikilvægasta efnahagsveldi heimsins. Efnahagsþróun þar hefur mikil áhrif á heimsbúskap og þar með á Ísland. Amerísk íslenska viðskiptaráðið undirbýr nú heimsókn til New York þar sem sjónum verður beint að efnahagsumhverfi í Bandaríkjnum í náinni framtíð. Ferðin er skipulögð og framkvæmd af AMIS og IACC í samvinnu við Íslandsstofu.

 

Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að fá innsýn í hugmyndir leiðandi aðila í bandarísku viðskiptalífi um framtíðarhorfur í bandarísku viðskiptalífi. 

Dagskrá ferðarinnar inniheldur  meðal annars heimsóknir til Citi, Alcoa,Time Warner, Nasdaq, JetBlue. Fleiri heimsóknir eru í vinnslu. Ráðstefna um viðskipti á norðurslóðum verður haldin  30.04 

Ferðín er ætlum félögum ráðsins. Hér er hægt að gerast félagi
Þátttökugjald kr.30.000.

Skráning hér

 

....og hótel

FIFTY NYC an Affinia Hotel

$333.- með öllum sköttum 

155 East 50th Street @ 3rd Avenue

Bóka hótel hér 

 

Einkafundir fyrirtækja
 (one on one)

Þeir sem þess óska, geta fengið aðstoð við fá einkafundi með bandarískum fyrirtækjum. Sú þjónusta verður veitt í samvinnu við Viðskiptaráð Manhattan.

Nánari upplýsingar veitir  kristin@chamber.is

Flug ...

AMIS hefur tekið frá flugsæti með Icelandair til New York. Hægt verður að bóka á góðum kjörum fram til 10.mars. Eftir það sér hver um sig. Farið er inn á vefslóðina  og slegið inn númer hópsins:  3473. 

Þetta verður virkt til bókunar  til 10.mars.  Þar er hægt að ganga frá greiðslu ferðar með kortum og gjafabréfum.Þeir sem ætla að nota Vildarpunkta Icelandair til að greiða upp í ferðina breyta Vildarpunktunum sínum í Saga Club gjafabréf ÁÐUR en farið er inn á númer hópsins.

Til að ganga frá gjafabréfum þarf að fara  hér inn á  og ganga frá kaupunum. Félagar þurfa að innskrá sig í ferlinu. Að þessu loknu kemur veflykilsnúmer í netpóst viðkomandi. Síðan eru veflykilsnúmerin notuð í greiðsluferli hópsins á netinu.

Þegar komið er í greiðsluupplýsingar, rétt fyrir ofan kortaupplýsingar, er texti "smelltu hér til að greiða með gjafabréfi". Vinsamlegast athugið að einungis er í boði að nota eitt punktagjafabréf á mann í hverja ferð.

 

Í boði eru fjórar upphæðir af gjafabréfum.

10.000 Vildarpunktar = kr 6.900.-

16.000 Vildarpunktar = kr 11.000.-

26.000 Vildarpunktar = kr 18.000.-

34.000 Vildarpunktar = kr 23.500.-