College Day Reykjavík Kynning á bandarísku háskólanámi 20. mars 2015 kl. 14-17

College Day Reykjavík: Kynning á bandarísku háskólanámi,20. mars 2015 kl. 14-17
 
Föstudaginn 20. mars næstkomandi verður haldin kynning á háskólanámi í Bandaríkjunum, College Day Reykjavík, í húsnæði Háskólans í Reykjavík.
 
Fulltrúar yfir 20 bandarískra háskóla verða á staðnum og sitja fyrir svörum um nám við skóla sína. Skólarnir spanna öll helstu mennta- og fræðisvið, frá félagsvísindum til bókmenntafræði, frá myndlist til flugvélaverkfræði, og bjóða upp á nám á grunn- og framhaldsstigi. Auk kynninga á fjölbreyttum skólum verða haldnir fyrirlestrar um fjármögnun háskólanáms, góð ráð við umsóknir, gerð verkefnamöppu fyrir listnám, umsókn um dvalarleyfi fyrir námsmenn og fleira.
 
Viðburðurinn er samstarfsverkefni College Day, Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi, Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins, sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi og Háskólans í Reykjavík.
 
Skráning hér 
 
 Auglýsing má sjá hér
 
Lista yfir háskólum sem kynna námsframboðið sitt má sjá hér