Fríverslunarsamningar milli ESB og Bandaríkjanna á næstu grösum

Það er raunhæft að ætla að samningum um fríverslunarsáttmála milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins ljúki á næsta ári, segir Tim Bennet framkvæmdastjóri Trans Atlantic Buissness Council, hagsmunasamtaka alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar í Bandarikjunum og Evrópu.

fullyrðir að um sé að ræða mjög mikilvægan samning fyrir báða aðila, sem samanlagt standi undir helmingi heimshagkerfisins og þriðjungi heimsverslunarinnar.  Slíkur samningur efli hagvöxtu og skapi ný störf umfram það sem yrði án hans.

Ólafur Sigurðsson sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu situr í samráðshópi flestra ráðuneyta undir forustu utanríkisráðuneytis og hópur sendir brátt frá sér áfangaskýrslu um málið. Hann segir Bandaríkjamenn hafi sýnt vilja til að upplýsa stjórnvöld og atvinnulífið um gang viðræðna, en hver staða EFTA ríkjanana verður kjósi þau að fá aðild að samningum þegar og ef hann verður að veruleika sé óljóst. Það skýrist sennilega ekki l fyrir en á lokastigum viðræðna hvort Íslandi og öðrum EFTA ríkjum standi til boða aðild að samningnum, sækist þau eftir því. 

Hér má sjá  myndir

Presentation Tim Bennett

TTIP-kvikmynd

 

Fjölmiðlaumfjöllun

Viðskiptablaðið

Viðskiptablaðið: Interview Geir H. Haarde

RUV

mbl.is (Brynja Björg Hall­dórs­dótt­ir)

Morgunblaðið (Sigríður Á. Andesen)

Morgunblaðið (Brynja Björg Halldórsdóttir)