Situr Ísland eftir? Fundur um Fríverslunarsamning USA og ESB ţann 9. október

Á degi Leifs heppna, 9. október, boðar AMÍS til hádegisverðarfundar um fyrirhugaðan fríverslunar- og fjárfestingasamning Bandaríkjanna og Evrópusambandsins (TTIP), sem verður einn umfangsmesti viðskiptasamningur sögunnar ef hann fæst samþykktur. Ræðumaður verður Tim Bennet framkvæmdastjóri Trans-Atlantic Business Counsil (TABC), hagsmunasamtaka alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum og Evrópu, en Tim hefur m.a. tekið þátt í gerð alþjóðlegra viðskiptasamninga fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann hefur fylgst náið með TTIP og þekkir þess utan starfsemi bandaríska þingsins þegar kemur að fríverslunarsamningum við erlend ríki, einkum þær áskoranir sem bandarískir þingmenn standa frammi fyrir í þeim efnum. Að loknu erindi Tims verða pallborðsumræður þar sem staða Íslands í þessu samhengi verður rædd.

Staðsetning: Gullteigur B, Grand Hótel Reykjavík
Dagsetning: 9. október 2014 á degi Leifs Eiríkssonar
Tímasetning: 12.00-14.00
Fundarmál: Enska Aðgangseyrir: 2700 fyrir félaga og 3000.- fyrir aðra

Skráning hér

Hér má sjá auglýsinguna