Fulbright Listagleði í bandaríska sendiráðinu á Menningarnótt

Fulbright stofnunin og bandaríska sendiráðið, ásamt nokkrum íslenskum listamönnum sem hlotið hafa Fulbright styrk á undanförnum árum, bjóða til listagleði þar sem tónlist og sjónlist verða í brennidepli.


Dagskrá:

13:00  Opnun sýningar á listaverkum eftir Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur, Ingibjörgu Jóhannsdóttur and Sossu (Margrét Björnsdóttir).

13:00  Kvikmyndir eftir Óskar Þór Axelsson sýndar í fundarherbergi. Stiklur úr “Svartur á leik” og stuttmyndir sem Óskar gerði í Fulbright námi sínu.

13:00  Flutningur Kristínar Jónínu Taylor á “Fjórum Norskum Dönsum, opus 35” eftir Edvard Grieg sýndur á skjá í Arinstofunni.

13.20  Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari flytur tónverk fyrir dótapíanó eftir bandaríska tónskáldið John Cage og íslensk tónskáld.

14.00  “Spurt og svarað” með kvikmyndagerðarmanninum Óskari Þór Axelssyni í fundarherbergi.

14.25   Halldór Smárason, píanóleikari og tónskáld, ásamt Nadíu Pálsdóttur, söngkonu, flytja sérvalin bandarísk og íslensk sönglög.

14.55   Flutningur Kristínar Jónínu Taylor á “Fjórum Norskum Dönsum, opus 35” eftir Edvard Grieg sýndur á skjá í Arinstofunni.

15.00   Kvikmyndir eftir Óskar Þór Axelsson sýndar í fundarherbergi. Stiklur úr “Svartur á leik” og stuttmyndir sem Óskar gerði í Fulbright námi sínu.

15.00   Sýningar á listaverkum eftir Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur, Ingibjörgu Jóhannsdóttur and Sossu (Margrét Björnsdóttir).

15.15   Halla Steinunn Stefánsdóttir, fiðluleikari, Flytur verkið “Sofandi Pendúll” eftir Maríu Huld Markan á raffiðlu. Halla Steinunn pantaði og frumflutti verkið árið 2010. Sofandi pendúll var valið á heiðurslista Alþjóðlega tónskáldaþingsins árið 2012 og kemur bráðlega út á nýrri plötu Nordic Affect.

15.40   Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari, flytur "Air" eftir Toru Takemitsu, "Sarabande" eftir Johann Sebastian Bach, "Quays" eftir Giacinto Scelsi og "Bambaló" eftir Berglindi Maríu Tómasdóttur.

16.00   Sendiráðið lokar. Kærar þakkir fyrir að heimsækja sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi.

 

Veitingar í boði sendiráðs Bandaríkjanna: Súkkulaðibitasmákökur, kók, Svali og vatn.