Sagan af Of Monsters and Men- í Hörpu 25.febrúar kl 8.15

Morgunverðarfundur þriðjudaginn 25. febrúar kl 8.15 í Hörpu.
Tónlist á sér ótal andlit og engin landamæri, hún á allstaðar við og er alltaf á heimavelli hvar sem hún heyrist. Í kvikmyndum, tölvuleikjum, auglýsingum, á tónleikum, börum, dansgólfinu, hótelinu, lyftunni, flugvellinum, líkamsræktarstöðinni og í leigubílnum. Tónlistin er stór hluti skapandi greina sem verða æ veigameiri þáttur í hagkerfi Íslands, bæði beint og óbeint.

Sagan á bak við velgengni íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men með augum umboðsmanns og framkvæmdastjóra sveitarinnar á fundi AMIS um samhljóminn í tónlist og viðskiptum.

Skráning hér  
Þeir sem skrá sig í AMIS fyrir fundinn greiða félagsverð!


Ef þú sérð ekki myndina eða villt stækka hana smelltu hér