Leitað eftir tilnefningum til Cobb Partnership verðlaunanna

Leitað eftir tilnefningum til Cobb Partnership verðlaunanna en verðlaunin eru veitt Bandaríkjamanni sem unnið hefur farsællega að því að efla samstarf Íslands og Bandaríkjanna á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. 
Til verðlaunanna var stofnað árið 1991 af þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hr. Charles E. Cobb Jr. og konu hans Sue Cobb.
Stjórn Fulbright stofnunarinnar leitar nú eftir tilnefningum en verðlaunin verða næst veitt í júní 2014.

Nánari upplýsingar og eyðublað fyrir tilnefningar má finna á heimasíðu Fulbright stofnunarinnar.
Tilnefningar skulu berast eigi síðar en 6. mars 2014.