Vel sóttur fundur um viđskiptahindranir , ţar sem rćtt var um tolla, vörugjöld og merkinga

,,Mörg dæmi eru um að regluverk frá Evrópusambandið sé innleitt hér á landi í gegnum EES-samninginn með strangari og ítarlegri hætti en þörf er á. Þannig hefur verið til að mynda tilhneiging til þess að miða við lægstu mörk þegar vikmörk er gefið í regluverkinu til að mynda vegna magns ákveðinna efna í matvælum og þannig þrengt að framleiðendum í meira mæli en krafa er gerð um."

Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Sigríðar Á. Andersen, héraðsdómslögmanns og stjórnarmanns í AMIS , á fjölsóttum morgunverðarfundi á vegum ráðsins á Hótel Natura í Reykjavík í morgun en þar var rætt um hindranir í viðskiptum á milli Íslands og Bandaríkjanna. Hún benti á að slík ofinnleiðing á regluverki frá Evrópusambandinu færi gjarnan sjálfvirkt fram og án þess að hafðar væru í huga aðstæður á Íslandi. 

Erindin eru hér að neðan

Viktor Stefán Pálsson forstöðumaður stjórnsýslu og löggjafar hjá Matvælastofnun
    Hvernig fer eftirlit með innflutningi matvæla fram?

Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu
    CE merkingar: Hvaðan koma þær og hvaða áhrif hafa þær á viðskiptalífið?

Sigríður Á. Andersen héraðsdómslögmaður LEX 
     Þarf þetta að vera svona erfitt?

Dæmisögur úr viðskiptalífinu
Lovísa Jenný Sigurðardóttir - INNNES ehf. heildverslun
Ingimar Baldvinsson IB ehf.- bílainnflutningur
Jón Gerald Sullenberger Kostur lágvöruverðsverslun ehf. - Myndir af vörum Kosts

Hér eru fréttir af fundinum úr ýmsum miðlum

RUV

Krafa Jón Geralds kom á óvart 

Jón Gerald ætlar að krefja MAST um bætur

MBL

Tollar og reglur ESB í veginum

Vörugjöld og tollar mesti vandinnHyggst sækja bætur til MAST

VB
Óætt Cocoa Puffs og bannað Season All
Jón: Stjórnvöld ganga erindi evrópskra matvælaframleiðenda