Ţakkargjörđarkvöldverđur 23. nóvember í Hilton Nordica

Þakkargjörðarkvöldverður verður haldinn á Hilton Nordica  þann 23.nóvember næstkomandi á vegum Félags fyrrum Fulbright styrkþega (FFSÍ).
Kvöldverðurinn er liður í fjáröflun fyrir námsstyrki fyrir nemendur á leið til Bandaríkjanna í framhaldsnám, en er einnig frábært tækifæri til að koma saman, borða góðan þakkargjörðarmat og hitta aðra sem hafa tengsl við Bandaríkin á einhvern hátt. 

Ræðumaður kvöldsins verður Sigríður Snæavarr Sendiherra og fyrrum Fulbright styrkþegi. Ýmis skemmtiatriði verða og happdrætti þar sem margir glæsilegir vinningar verða í boði, meðal annars flugmiði til Bandaríkjanna með Icelandair, út að borða á VOX og Fridays, matargjafir frá Kosti og SS, og margt fleira.

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 20.nóvember  hér. Hægt er að panta borð fyrir hópa.

Allar nánari upplýsingar veitir Dagmar Hannesdóttir