Spennandi viðskiptaferð framundan til Seattle og Anchorage

Það er ekki á hverjum degi sem boðið  er upp á fyrirtækjaheimsóknir til Boeing, Microsoft, American Seafood og Trident í einni ferð.

Í fyrsta skipti í langan tíma hefur verið skipulögð viðskiptaferð til Seattle, þar sem sett hefur verið saman afar áhugaverð dagskrá.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leiðir sendinefndina.

Fjölmargir koma að skipulagningu ferðarinnnar en auk AMIS eru það samtök, stofnanir og fyrirtæki  beggja megin Atlantshafsins.

Hótelið er sérstökum kjörum fyrir þátttakendur ferðarinnar og beint flug í boði.

Skráning í ferðina er hér  og nánari upplýsingar veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir