Tækifæri í ljósi reynslunnar - landnám fyrirtækja í Bandaríkjunum

AMIS býður til morgunverðarfundar á Grand Hótel þann 9. október nk., á degi Leifs Eiríkssonar.

Á fundinum munu fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem náð hafa fótfestu í Bandaríkjunum lýsa reynslu sinni og þeim möguleikum sem bjóðast vestanhafs.

Fundurinn er liður í því starfi AMÍS að ýta undir viðskipti milli Bandaríkjann og Íslands og undanfari heimsóknar íslenskrar viðskiptasendinefndar til Seattle dagana 6. - 9. nóvember.

Boðið er upp á morgunverð frá kl. 08.15 en fundurinn hefst stundvíslega kl. 08.30

Skráning á fundinn fer fram hér

Hvar: Grand Hótel
Hvenær: 9. október kl 8.30-10.00- Húsið opnar kl 8.15
Verð: 2900.-
Fundarmál: íslenska
 
DAGSKRÁ

     

Ávörp:

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Erindi:

Hilmar Veigar Pétursson  forstjóri CCP
Árni Harðarsson , Alvogen
Sveinn Sölvason, Össur

Fundarstjóri:
Finnur Oddsson forstjóri Nýherja