Arndís sagði frá rekstri Lifandi markaðar og fór yfir það hversu erfitt væri í raun að nálgast lifræn íslensk matvæli á Íslandi. Sem væri undarlegt í ljósi þess að Ísland væri selt útlendingum sem hreint land.
Julia og John fóru yfir uppbyggingu Whole Foods og vaxtamöguleika fyrirtækisins. Nú þegar gengur sala á íslensku lambakjöti afar vel en það er selt í tvo mánuði á hverju hausti. Auk lambakjötsins gengur vel að koma íslensku smjöri á markað sem og íslensku súkkulaði frá Nóa - Siríus.
Allar glærur fundarins og myndir er hægt að skoða hér