Viðskiptaferð til Seattle í nóvember

Dagana 6.-9. nóvember stendur AMIS fyrir viðskiptaferð til Seattle. Sendinefndina leiðir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Að ferðinni standa Amerísk íslenska viðskiptaráðið( AMIS) , Íslensk- ameríska viðskiptaráðið ( IACC)  í samvinnu við Íslandsstofu, Systraborgarsamtök Seattle og Reykjavikur, Sendirráð Íslands í Bandaríkjunum og Bandaríska Sendiráðið.  Samstarfsaðilar í Seattle eru Seattle Trade Development Alliance og Seattle Chamber of Commerce.

Seattle er eitt allra áhugaverðsta markaðssvæði  í Bandaríkjunum fyrir íslensk fyriræki á sviði upplýsingartækni og í greinum tengdum sjávarútvegi.  Borgin er einnig ein helsta miðstöð  flugvélaiðnaðar, líftækniiðnaðar  og fjarskiptatækni. 
Sem dæmi um alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar í Seattle eru; Microsoft, Amazon, Boeing, Starbucks ofl.  Seattle er miðstöð sjávarútvegs á Kyrrahafstströndinni og er mjög sterkur kjarni þjónustufyrirtækja á sviði sjávarútvegs í borginni auk þess sem tvö af stæstu útgerðarfyrirtækjum Bandaríkjanna, Trident Seafood og American Seafood, hafa þar höfuðstöðvar.
Markmið ferðarinnar er að kynna fyrir þátttakendum viðskiptaumhverfið í borginni, tengja saman fyrirtæki og stofnanir sem eiga í viðskiptum eða hafa hug á að stofna til nýrra viðskiptasambanda. 

Fyrirkomulag:
Flogið verður til Seattle síðdegis miðvikudaginn 6.nóvember. Þátttakendur hafa val um að koma heim á  sunnudagsmorgni 10.nóv eða mánudagsmorgni 11.nóv.
Gist verður  á Crown Plaza Hótel Seattle Downtown. Hér er hægt að panta hótelið hér

Dagskráin verður kynnt síðar en haldin verður morgunverðarfundur með fyrirtækjakynningum, skipulagðir einkafundir með fyrirtækjum, áhugaverð stórfyrirtæki heimsótt og fleira.

Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eða fá nánari upplýsingar, eru beðnir að hafa samband sem fyrst  við Kristínu  S. Hjálmtýsdóttur hjá AMÍS