Uppbygging við höfnina

Félgar ráðsins heimsóttu Hús Sjávarklasans í vikunni. Húið var tekið í notkun í september 2012 og hýsir nú um 20 fyrirtæki sem öll eiga það sammerkt að tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Þar er auk þess starfrækt frumkvöðlasetur þar sem frumkvöðlar með hugmyndir tengdar hafinu hafa aðstöðu. Verið er að vinna að stækkun hússins og munu amk 30 fyrirtæki í viðbót við það sem fyrir er, fá aðstöðu fyrir starfsemi sína.

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska Sjávarklasans tók á móti hópnum og benti á að   hlutverk Sjávarklasans  væri einnig að halda   reglulega fundi og vinnustofur  og þar væri  leitast  við að knýja fram hugmyndir og efla traust innan þeirra fyrirtækja sem tengjast hafinu.  

Sjá hér