Fyrirtækjaheimsókn: Hús Sjávarklasans 28 maí

AMIS býður til fyrirtækjaheimsóknar næstkomandi þriðjudag, þann 28. maí kl. 17:00.


Hvar: Hús Sjávarklasans, Grandagarði 16
Hvenær: Þriðjudaginn 28. maí nk. klukkan 17:00 - 18:30

Hús Sjávarklasans var tekið í notkun í september 2012 og hýsir nú um 20 fyrirtæki sem öll eiga það sammerkt að tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Þar er auk þess starfrækt frumkvöðlasetur þar sem frumkvöðlar með hugmyndir tengdar hafinu hafa aðstöðu.

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska Sjávarklasans mun sýna húsið og fyrirhugaða stækkun á því og kynna Íslenska Sjávarklasann , auk þess verða þau  fyrirtæki sem hafa aðstöðu í húsinu, á staðnum.

Skráning hér:

Fill out my online form.