Aðalfundur AMIS á morgun 22. maí kl 11.30 - Hilton Nordica

Miðvikudaginn 22. maí heldur AMIS sinn fyrsta aðalfund eftir endurreisn ráðsins fyrir ári, á Hilton Nordica Reykjavik og hefst hann kl 11.30.
Fundarstjóri: Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. LEX

Aðalfundurinn hefst kl 11.30 og á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn býður sig fram til endurkjörs.

Tillögur bárust frá  stjórn ráðsins um breytingar á samþykktum sem allar lúta að því að gera starfið skilvirkara og gagnsærra félagsmönnum. Óskað er  eftir samþykki aðalfundarins fyrir því að fá þær lagðar fram, þrátt fyrir að þeirra hafi ekki verið getið í fundarboði sem sent var út fyrir 4 vikum.
Óskað  er eftir athugasemdum félagsmanna við þetta fyrirkomulag ef einhverjar eru. Sendist til  kristin@chamber.is