Háskólakynning á vegum AMIS og Fulbright

Föstudaginn 12. apríl fer fram kynning á 15 bandarískum háskólum í Verzlunarskóla Íslands frá kl 15.00-18.00

Íslenskir námsmenn hafa í gegnum tíðina horft mjög til Bandaríkjanna þegar þeir huga að háskólanámi. Til að mæta þeim áhuga mun AMIS í samvinnu við Fulbright stofnunina, Verzlunarskóla Íslands og sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi skipuleggja kynningu á 15 bandarískum háskólum.

Eftirfarandi skólar mæta á kynninguna:
Concordia University Wisconsin,
East Carolina University,
Embry-Riddle Aeronautical University,
Kendall College,
Emporia State University,
Loyola University Chicago,
Metropolitan College of New York,
Pace University,
Parsons The New School for Design,
Qunnipiac University,
Saint Louis University,
Savannah College of Art and Design (SCAD),
University of California,
University of Minnesota og
University of Wisconsin-Milwaukee

Kynningin fer fram í Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1 , Reykjavík og hefst með ávarpi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Kynningin er bæði ætluð menntaskólanemum sem vilja kynna sér háskólanám á grunnstigi og háskólanemum sem farnir eru að huga að masters-eða doktorsnámi.

Á kynningunni gefst einstakt tækifæri til að kynna sér námsframboð þessara háskóla, inntökuskilyrði, styrki og annað sem tengist námi í Bandaríkjunum.

Fulltrúar háskólanna, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Fulbright stofnunarinnar og fleiri munu svara spurningum gesta.

Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt að skrá þátttöku hér.

Kæru félagar AMIS, látið ganga til vina og ættingja sem hafa hug á námi í Bandarikjunum.