Kynning á Alaskaævintýrum Jón Ólafssonar ritstjóra, á Samlokufundi AMIS heppnaðist vel

Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Kanada, flutti inngangsorð en Karl Th. Birgisson rak sögu hans, sem væntanleg er á bók. 

Þetta var skemmtilegur fundur um Fáskrúðsfirðing sem fæddur var um 1850, og fór 23 ára gamall til Bandaríkjanna. Hann reyndi að fá Bandaríkjamenn til að kosta flutning á öllum Íslendingum til Alaska, frá þessu vesæla landi Íslandi  sem þá var undir stjórn Dana. Bandaríkjamenn voru þá nýbúnir að kaupa Alaska 1867 og vissu ekkert, hvað gera átti við þetta svæði.