Landbúnaður verði erfiðasti hjallinn

Áhugi er á aðkomu Íslands að fríverslunarsamningum milli ESB og Bandaríkjanna. Óvíst er hvort farið verði fram á vettvangi EFTA eða hvort Ísland fari eitt fram. Miklir hagsmunir taldir vera í húfi. Fyrri málaleitanir hafa strandað á landbúnaði.
Miklir hagsmunir gætu verið í húfi fyrir Ísland að fá aðild að fyrirhuguðum fríverslunarsamningi milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.
Miklir hagsmunir gætu verið í húfi fyrir Ísland að fá aðild að fyrirhuguðum fríverslunarsamningi milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Óráðið er þó hvort Ísland muni beita sér með hinum EFTA-ríkjunum eða upp á eigin spýtur í tvíhliða viðræðum. Umleitanir milli Bandaríkjanna og Íslands hafa hingað til strandað á kröfum um frjálsan aðgang fyrir landbúnaðarvörur, sem verður vísast líka erfiðasti hjallinn ef til þess kemur.
Áhugi er á málinu bæði innan stjórnsýslunnar og atvinnulífsins hér á landi. "Við sjáum mikil tækifæri í þessu og Bandaríkin eru gríðarlega mikilvægur markaður fyrir Ísland," segir Birkir Hólm Guðnason, formaður Amerísk-íslenska verslunarráðsins.
Áður strandað á landbúnaði
Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra í utanríkisráðuneytinu og sérfræðingur í alþjóðaviðskiptasamningum, segir vinnu þegar hafna í ráðuneytinu vegna fyrirhugaðra viðræðna ESB og Bandaríkjanna, annars vegar um möguleg áhrif samnings á EES-samninginn og hins vegar á viðskipti milli Íslands og Bandaríkjanna.
Ísland á aðild að innri markaði ESB í gegnum EES-samninginn og innan hans er mikill meirihluti millilandaviðskipta. Þangað fóru til að mynda 82,7% af útflutningi Íslands árið 2011 og rúm 60% innflutnings komu þaðan. Tæp 11% af
innfluttri vöru komu frá Bandaríkjunum og þangað fóru 3,7% útflutnings.
Fríverslunarsamningar milli Íslands og Bandaríkjanna hafa verið til umræðu áður án þess að nokkuð hafi orðið úr því.
Í fyrra skiptið, árið 1994, létu stjórnvöld kanna kosti og galla þess að sækja um aðild að fríverslunarsambandi Norður-Ameríku (NAFTA) en niðurstaðan varð sú að fyrirséðar kröfur Bandaríkjanna um óheftan aðgang landbúnaðarvara gerðu samkomulag ófýsilegt. Árið 2004 höfðu Bandaríkjamenn svo samband við EFTA-ríkin varðandi fríverslunarsamning þar sem EFTA var á þeim tíma að semja um fríverslun við Kanada og Mexíkó, hin tvö löndin í NAFTA. Ekkert varð þó úr því, enda ekki talið líklegt að þar yrði slegið af kröfum í landbúnaðarmálum.
Með EFTA-ríkjum eða ein á báti?
Íslensk stjórnvöld eru nú að vinna að málinu af fullum krafti þar sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi málið meðal annars við hinn bandaríska starfsbróður sinn, John Kerry, á dögunum. Lýsti hann þar yfir áhuga Íslands á að tengjast þessu ferli með einhverjum hætti. Bréfið var svo einnig til umræðu á fundi EFTA um fríverslunarmál á fimmtudaginn var þar sem heimildir Fréttablaðsins herma að Noregur og Sviss séu, líkt og Ísland, afar meðvituð um mikilvægi þessara viðræðna og möguleg áhrif samnings, ef af verður, á framtíðarstöðu þeirra landa sem koma til með að standa utan við hann.
Bergdís segir að enn liggi ekki fyrir hvernig Ísland hyggist nálgast ferlið. "Það eigum við eftir að útfæra í samráði við önnur EFTA-ríki og að sjálfsögðu í viðræðum við Bandaríkin. Hvort við tengjumst ferlinu eða förum sjálf í viðræður á eftir að koma í ljós."
Vilja semja fyrir árslok 2014
Viðskiptaflæði milli Bandaríkjanna og ESB er gríðarlega umsvifamikið og námu árið 2011 um tveimur milljörðum evra á dag, jafngildi 328 milljarða króna, sem er tæpur þriðjungur viðskipta á heimsvísu.
Í nýútgefinni skýrslu sem var gerð fyrir ESB, kemur fram að verði af samningi muni ávinningur aðilanna verða um 30.000 milljarðar króna samtals á ári komist hann að fullu til framkvæmda.
Fríverslunarsamningar fela jafnan í sér afnám verndartolla en í tilfelli Bandaríkjanna og ESB eru tollar ekki aðalatriðið, heldur aðlögun reglugerða og staðla og fleiri slíkir tálmar, en slíkt er talið standa fyrir um 80% af kostnaði við viðskipti milli hagkerfanna.
Miklar væntingar eru bundnar við mögulegan samning, bæði í Bandaríkjunum og í ríkjum ESB, en viðbúið er að erfitt geti reynst að ná saman um mörg atriði. Þar á meðal er landbúnaður, en skiptar skoðanir og misjafnar reglur eru til dæmis um ágæti erfðabreyttra matvæla og kjöts af dýrum sem hafa fengið hormónabætt fóður.
Formlegar viðræður hefjast um miðjan júní og er stefnt að því að ljúka samningi fyrir árslok 2014.

Áhugi er á aðkomu Íslands að fríverslunarsamningum milli ESB og Bandaríkjanna. Óvíst er hvort farið verði fram á vettvangi EFTA eða hvort Ísland fari eitt fram. Miklir hagsmunir taldir vera í húfi. Fyrri málaleitanir hafa strandað á landbúnaði.

Miklir hagsmunir gætu verið í húfi fyrir Ísland að fá aðild að fyrirhuguðum fríverslunarsamningi milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.

Miklir hagsmunir gætu verið í húfi fyrir Ísland að fá aðild að fyrirhuguðum fríverslunarsamningi milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Óráðið er þó hvort Ísland muni beita sér með hinum EFTA-ríkjunum eða upp á eigin spýtur í tvíhliða viðræðum. Umleitanir milli Bandaríkjanna og Íslands hafa hingað til strandað á kröfum um frjálsan aðgang fyrir landbúnaðarvörur, sem verður vísast líka erfiðasti hjallinn ef til þess kemur.

Áhugi er á málinu bæði innan stjórnsýslunnar og atvinnulífsins hér á landi. "Við sjáum mikil tækifæri í þessu og Bandaríkin eru gríðarlega mikilvægur markaður fyrir Ísland," segir Birkir Hólm Guðnason, formaður Amerísk-íslenska verslunarráðsins.

Áður strandað á landbúnaði
Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra í utanríkisráðuneytinu og sérfræðingur í alþjóðaviðskiptasamningum, segir vinnu þegar hafna í ráðuneytinu vegna fyrirhugaðra viðræðna ESB og Bandaríkjanna, annars vegar um möguleg áhrif samnings á EES-samninginn og hins vegar á viðskipti milli Íslands og Bandaríkjanna.

Ísland á aðild að innri markaði ESB í gegnum EES-samninginn og innan hans er mikill meirihluti millilandaviðskipta. Þangað fóru til að mynda 82,7% af útflutningi Íslands árið 2011 og rúm 60% innflutnings komu þaðan. Tæp 11% af innfluttri vöru komu frá Bandaríkjunum og þangað fóru 3,7% útflutnings.

Fríverslunarsamningar milli Íslands og Bandaríkjanna hafa verið til umræðu áður án þess að nokkuð hafi orðið úr því.

Í fyrra skiptið, árið 1994, létu stjórnvöld kanna kosti og galla þess að sækja um aðild að fríverslunarsambandi Norður-Ameríku (NAFTA) en niðurstaðan varð sú að fyrirséðar kröfur Bandaríkjanna um óheftan aðgang landbúnaðarvara gerðu samkomulag ófýsilegt. Árið 2004 höfðu Bandaríkjamenn svo samband við EFTA-ríkin varðandi fríverslunarsamning þar sem EFTA var á þeim tíma að semja um fríverslun við Kanada og Mexíkó, hin tvö löndin í NAFTA. Ekkert varð þó úr því, enda ekki talið líklegt að þar yrði slegið af kröfum í landbúnaðarmálum.

Með EFTA-ríkjum eða ein á báti?
Íslensk stjórnvöld eru nú að vinna að málinu af fullum krafti þar sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi málið meðal annars við hinn bandaríska starfsbróður sinn, John Kerry, á dögunum. Lýsti hann þar yfir áhuga Íslands á að tengjast þessu ferli með einhverjum hætti. Bréfið var svo einnig til umræðu á fundi EFTA um fríverslunarmál á fimmtudaginn var þar sem heimildir Fréttablaðsins herma að Noregur og Sviss séu, líkt og Ísland, afar meðvituð um mikilvægi þessara viðræðna og möguleg áhrif samnings, ef af verður, á framtíðarstöðu þeirra landa sem koma til með að standa utan við hann.

Bergdís segir að enn liggi ekki fyrir hvernig Ísland hyggist nálgast ferlið. "Það eigum við eftir að útfæra í samráði við önnur EFTA-ríki og að sjálfsögðu í viðræðum við Bandaríkin. Hvort við tengjumst ferlinu eða förum sjálf í viðræður á eftir að koma í ljós."

Vilja semja fyrir árslok 2014
Viðskiptaflæði milli Bandaríkjanna og ESB er gríðarlega umsvifamikið og námu árið 2011 um tveimur milljörðum evra á dag, jafngildi 328 milljarða króna, sem er tæpur þriðjungur viðskipta á heimsvísu.

Í nýútgefinni skýrslu sem var gerð fyrir ESB, kemur fram að verði af samningi muni ávinningur aðilanna verða um 30.000 milljarðar króna samtals á ári komist hann að fullu til framkvæmda.

Fríverslunarsamningar fela jafnan í sér afnám verndartolla en í tilfelli Bandaríkjanna og ESB eru tollar ekki aðalatriðið, heldur aðlögun reglugerða og staðla og fleiri slíkir tálmar, en slíkt er talið standa fyrir um 80% af kostnaði við viðskipti milli hagkerfanna.

Miklar væntingar eru bundnar við mögulegan samning, bæði í Bandaríkjunum og í ríkjum ESB, en viðbúið er að erfitt geti reynst að ná saman um mörg atriði. Þar á meðal er landbúnaður, en skiptar skoðanir og misjafnar reglur eru til dæmis um ágæti erfðabreyttra matvæla og kjöts af dýrum sem hafa fengið hormónabætt fóður.

Formlegar viðræður hefjast um miðjan júní og er stefnt að því að ljúka samningi fyrir árslok 2014.

 

Fréttablaðið 18.03.2013