Samlokufundur AMIS 22.mars kl 12.00-13.00

Föstudaginn 22. mars boðar AMIS til samlokufundar. Efni fundarins er kynning á Alaskaævintýrum  Jón Ólafssonar , þar sem Karl Th. Birgisson, ritstjóri rekur sögu hans, sem væntanleg er á bók.

Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Kanada, flytur inngangsorð
  
Karl Th. Birgissonritstjóri segir frá ævintýrum Jóns Ólafssonar, ritstjóra og Alskafara og kynnir væntanlega bók um hann.

Hvar: Kringlan 7, 7. Hæð


Boðið verður upp á samlokur, þvi er nauðsynlegt að skrá sig hér að neðan! 

 

 

Alaskaævintýri Jóns Ólafssonar

Það var ferð hans til Alaska á kostnað Bandaríkjastjórnar haustið 1874.
Jón fór í sjálfskipaða útlegð frá Íslandi til að losna við fangelsi og fésektir eftir að hann hafði móðgað dönsku yfirvöldin einu sinni sem oftar. Hann var aðeins 23 ára gamall.
Til Bandaríkjanna höfðu þá safnast nokkur hundruð Íslendingar sem voru að svipast um eftir framtíðarsvæði fyrir íslenska nýlendu. Að áeggjan bandarísks lögmanns, sem fátt er enn vitað um, fékk Jón Íslendinga vestra til að skrifa undir bænaskjal til Grants Bandaríkjaforseta þess efnis, að hann sjálfur yrði sendur til að rannsaka landkosti í Alaska, sem Bandaríkjamenn höfðu þá nýverið keypt af Rússum.
Grant forseti sagði umsvifalaust já og skipaði flotamálaráðherra sínum að gera Jón að liðsforingja í sjóhernum og skjóta undir hann skipi þangað norður.
Jón sneri til baka með skýrslu þar sem hann dásamaði Alaska sem paradís fyrir Íslendinga og sá fyrir sér að þeir myndu á nokkrum áratugum leggja undir sig norðurhluta Norður-Ameríku og að íslenska yrði framtíðartungumál Vesturheims, svo nokkuð sé nefnt.
Allan næsta vetur bjó Jón í Washington á kostnað Bandaríkjastjórnar og undirbjó hvort tveggja í senn, annars vegar að „selja“ Íslendingum hugmyndina um Alaska sem framtíðarbúsetusvæði og hins vegar að tryggja fjárhagslegan stuðning Bandaríkjaþings við verkefnið – flutning allra Íslendinga til Alaska.
Líklega hefur enginn Íslendingur komist í jafnnáin kynni við bandaríska stjórnkerfið og Jón gerði þennan vetur, enda var hann með annan fótinn í þinginu og ráðuneytum og varð málkunnugur áhrifamiklum þingmönnum, ráðherrum og ekki síst Grant forseta sjálfum (þeir fóru a.m.k. einu sinni á pöbbarölt saman).
Sagan af þessu ótrúlega ævintýri hefur einu sinni verið skrifuð á íslensku (1975), en var þá eingöngu byggð á íslenskum heimildum. Enn er hún óskrifuð á ensku og enn eru órannsökuð bandarísk gögn, bréf og skjöl. Þau varpa vafalítið skýru ljósi á það, hvers vegna Bandaríkjastjórn var svo áköf að gera Alaska að íslenskri nýlendu og hvernig þessum unga íslenska eldhuga tókst að sannfæra ráðamenn um að halda honum uppi heilan vetur til að vinna þessari hugmynd framgang.

Af mörgum ævintýrum Jóns Ólafssonar ritstjóra var eitt ótrúlegast.Það var ferð hans til Alaska á kostnað Bandaríkjastjórnar haustið 1874.

Jón fór í sjálfskipaða útlegð frá Íslandi til að losna við fangelsi og fésektir eftir að hann hafði móðgað dönsku yfirvöldin einu sinni sem oftar. Hann var aðeins 23 ára gamall.

Til Bandaríkjanna höfðu þá safnast nokkur hundruð Íslendingar sem voru að svipast um eftir framtíðarsvæði fyrir íslenska nýlendu. Að áeggjan bandarísks lögmanns, sem fátt er enn vitað um, fékk Jón Íslendinga vestra til að skrifa undir bænaskjal til Grants Bandaríkjaforseta þess efnis, að hann sjálfur yrði sendur til að rannsaka landkosti í Alaska, sem Bandaríkjamenn höfðu þá nýverið keypt af Rússum.

Grant forseti sagði umsvifalaust já og skipaði flotamálaráðherra sínum að gera Jón að liðsforingja í sjóhernum og skjóta undir hann skipi þangað norður.

Alaska sem framtíðarbúsetusvæði Íslendinga
Jón sneri til baka með skýrslu þar sem hann dásamaði Alaska sem paradís fyrir Íslendinga og sá fyrir sér að þeir myndu á nokkrum áratugum leggja undir sig norðurhluta Norður-Ameríku og að íslenska yrði framtíðartungumál Vesturheims, svo nokkuð sé nefnt.

Allan næsta vetur bjó Jón í Washington á kostnað Bandaríkjastjórnar og undirbjó hvort tveggja í senn, annars vegar að „selja“ Íslendingum hugmyndina um Alaska sem framtíðarbúsetusvæði og hins vegar að tryggja fjárhagslegan stuðning Bandaríkjaþings við verkefnið – flutning allra Íslendinga til Alaska.

Líklega hefur enginn Íslendingur komist í jafnnáin kynni við bandaríska stjórnkerfið og Jón gerði þennan vetur, enda var hann með annan fótinn í þinginu og ráðuneytum og varð málkunnugur áhrifamiklum þingmönnum, ráðherrum og ekki síst Grant forseta sjálfum (þeir fóru a.m.k. einu sinni á pöbbarölt saman).

Sagan af þessu ótrúlega ævintýri hefur einu sinni verið skrifuð á íslensku (1975), en var þá eingöngu byggð á íslenskum heimildum. Enn er hún óskrifuð á ensku og enn eru órannsökuð bandarísk gögn, bréf og skjöl. Þau varpa vafalítið skýru ljósi á það, hvers vegna Bandaríkjastjórn var svo áköf að gera Alaska að íslenskri nýlendu og hvernig þessum unga íslenska eldhuga tókst að sannfæra ráðamenn um að halda honum uppi heilan vetur til að vinna þessari hugmynd framgang.

 


 

Fill out my online form.